- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna og má nálgast þá í heild hér. Norðurál tekur nú annað skref sitt í opinberun langtímasamninga, en á dögunum birti fyrirtækið raforkusamning sinn við Orkuveitu Reykjavíkur, í samræmi við samkomulag fyrirtækjanna tveggja. Trúnaðarákvæði er enn í gildi um samning Norðuráls við OR og HS Orku frá árinu 2005, en aðrir langtímasamningar fyrirtækisins eru aðgengilegir almenningi.
Norðurál er þriðji stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar, sem selur fyrirtækinu um þriðjung þeirrar raforku sem álverið notar. Fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi í meira en 20 ár, eða allt frá stofnun álversins árið 1997. Síðan þá hefur álverið stækkað og aukið orkukaup sín frá Landsvirkjun. Norðurál kaupir einnig raforku frá OR og HS orku.
Landsvirkjun selur raforku til Norðuráls samkvæmt tveimur langtímasamningum, auk sölu til skamms tíma eftir atvikum. Langtímasamningarnir eru tengdir markaðsverði. Samningur 1 (LV 1997) kveður á um 161 MW eða 1410 GWst á ári og á rætur að rekja til ársins 1997, þótt þá hafi hann verið minni. Raforkuverðið var upphaflega tengt álverði, en frá 1. nóvember 2019 hefur það verið tengt orkuverði á Nord Pool, raforkumarkaði Norðurlandanna. Samningurinn gildir til ársloka 2023.
Samningur 2 (LV 2009) er mun minni. Hann kveður á um 25 MW eða 212 GWst á ári og var gerður árið 2009 í tengslum við stækkun álversins. Samningurinn er tengdur álverði og gildir út október 2029.