Stefnumót um nýsköpun í áliðnaði

Stefnumót um nýsköpun í áliðnaði

 

Stefnumót fyrirtækja á sviði áliðnaðar fer fram þriðjudaginn 18. nóvember kl. 13.00 - 17.00 í Háskólanum í Reykjavík. Dagskráin hefst á spennandi málþingi um nýsköpunarumhverfi í áliðnaðinum: 

 
Tækifæri til að skapa nýjar lausnir í samstarfi fyrirtækja í áliðnaði 
- Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls
Áliðnaður og háskólasamfélagið
- Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík
Þekkingarkvíar fyrir ál- og efnisiðnað 
- Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ
Mikilvægi þekkingar- og nýsköpunar fyrir áliðnaðinn
- Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR
Dæmi um árangursríkt þróunarsamstarf álfyrirtækis og tæknifyrirtækis 
- Þröstur Guðmundsson HRV ehf. – Kerréttingarvél fyrir Norðurál
Fjármögnun og matsaðferðir þróunarverkefna 
- Sigurður Björnsson Rannís
Þróunarsetur í efnistækni 
- Guðbjörg Óskarsdóttir verkefnisstjóri NMÍ
 
Þá taka við örkynningar á hugmyndum að nýsköpunarverkefnum sem snúa að framþróun eða verðmætasköpun í áliðnaðinum. 
 
Loks verður farið yfir næstu skref – stefnumót þarfa og lausna í áliðnaði. Framsögumenn ræða við fulltrúa stofnana og fyrirtækja sem áhuga hafa á framþróun þeirra nýsköpunarhugmynda sem kynntar hafa verið. 
 
Fundarstjóri: Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI. 
Sjá einnig