- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Áliðnaðurinn hér á landi stendur mjög framarlega í öryggismálum. Mikil áhersla er lögð á öryggis- og heilsutengd málefni í allri starfsemi fyrirtækjanna með það að markmiði að koma í veg fyrir slys og meiðsli á starfsfólki.
Fyrirtækin gera miklar kröfur til sjálfs sín og starfsmanna sinna í þessum efnum. Brot á öryggisreglum eru ekki liðin og áherslan á öryggismálin endurspeglast í öllu starfi fyrirtækjanna.
Mikið er lagt upp úr þjálfun starfsfólks. Nýir starfsmenn hljóta umfangsmikla þjálfun áður en þeir hefja störf, auk þess sem svonefndir fóstrar fylgja þeim við störf sín fyrst um sinn. Starfsmenn verktaka, sem starfa fyrir álverin, fá sömuleiðis þjálfun í öryggis- og umhverfismálum áður en þeir fá að starfa á athafnasvæðum fyrirtækjanna.
Mikil áhersla á öryggismál hefur skilað góðum árangri. Óhætt er að segja að fyrirtækin hafi verið í fararbroddi á þessu sviði hér á landi og hafa þau haft áhrif til hins betra í þessum efnum víðar í atvinnulífinu. Þannig hafa fjölmörg fyrirtæki tekið upp hertar öryggiskröfur eftir reynslu sína af því að starfa fyrir áliðnaðinn.
Þessi góði árangur hefur ekki farið framhjá almenningi. Þannig töldu um 88% aðspurðra að álfyrirtækin standi sig vel á sviði öryggismála í skoðanakönnun sem unnin var af Capacent Gallup árið 2014 fyrir Samtök álframleiðenda á Íslandi.