Unnu 70 þúsund stundir við tilraunaálver Norsk Hydro

Verk­fræðistof­an HRV, sem sér­hæf­ir sig í verk­efn­um í áliðnaði, er um þess­ar mund­ir að ljúka þriggja ára EPCM-verk­efni (Eng­ineer­ing, Procurement and Constructi­on Mana­gement) þar sem fyr­ir­tækið tók þátt í þróun lausna vegna hönn­un­ar skautsmiðju og baðefna­vinnslu nýrr­ar til­rauna­verk­smiðju Norsk Hydro í Karmøy í Nor­egi, allt frá frum­stig­um verks­ins. 70 þúsund klukku­stund­ir hafa farið í verk­efnið hjá HRV.

Hér má lesa umfjöllun um þetta metnaðarfulla verkefni á Mbl.is, en einnig er fjallað um það í Morgunblaðinu 12. september. Í umfjöllun Mbl.is segir ennfremur: 

Af­köst og út­lit skautsmiðjunn­ar, þ.e. hvað varðar upp­röðun véla, hönn­un húss, raflagna, loftræst­ing­ar og bygg­ing­ar, hafa verið í hönd­um HRV frá upp­hafi. HRV tók einnig þátt í bygg­ing­ar­stjórn, útboðsvinnu, inn­kaup­um, mót­töku og upp­setn­ingu véla og tækja í skautsmiðju og baðefna­vinnslu verk­smiðjunn­ar.

Minnsta kol­efn­is­sporið

Að því er fram kem­ur á heimasíðu Norsk Hydro verður ál­verk­smiðjan sú um­hverf­i­s­vænsta í heimi, þökk sé nýrri tækni sem fé­lagið þróaði. Jafn­framt seg­ir þar að kol­efn­is­fót­spor verk­smiðjunn­ar verði það minnsta í heimi og orkuþörf verk­smiðjunn­ar kem­ur jafn­framt til með að verða 15% minni en meðaltalið er í heim­in­um.

Fram­leiðslu­geta verk­smiðjunn­ar verður 75 þúsund tonn af áli á ári.

Skapti Vals­son, fram­kvæmda­stjóri HRV, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að um sé að ræða eitt stærsta fjár­fest­ing­ar­verk­efni í Nor­egi í lang­an tíma. „Þeir eru að þróa þarna nýja tækni og eru mjög stolt­ir af þessu,“ seg­ir Skapti. „Við höf­um verið að vinna í verk­efn­inu í þrjú ár. Þetta er stórt verk­efni og tug­ir manna frá okk­ur hafa komið að þessu. Sex til sjö menn á okk­ar veg­um eru þarna ennþá því það er verið að prófa og gang­setja skautsmiðjuna. Hún þarf að fara í gang tveim­ur mánuðum áður en ál­verið sjálft verður tekið í notk­un.“

Harmonikku­fyr­ir­tæki

HRV er sér­stakt að því leyti að það er eins og harmonikka, eins og Skapti orðar það, því það stækk­ar og minnk­ar með verk­efn­un­um sem eru í gangi. 400 manns hafa unnið þar þegar mest hef­ur látið, en fæst­ir hafa starfs­menn verið í kring­um 20. Fé­lagið er í eigu verk­fræðistof­anna Mann­vits og Verkís, og var stofnað árið 1998.

„Við þurf­um að hafa aðgang að mikl­um fjölda starfs­manna þegar svona verk­efni fara í gang. Þeir koma til okk­ar frá Verkís og Mann­viti og fara til baka þegar verk­efn­um lýk­ur.“

Þrjár millj­ón­ir tíma

Skapti seg­ir að HRV sé vel þekkt í áliðnaðinum. „Við erum nafn í þess­um bransa. Við hefðum aldrei fengið þetta verk­efni í Nor­egi nema út af okk­ar fyrri reynslu.“

Skapti seg­ir að fé­lagið hafi auk er­lendra verk­efna unnið í öll­um ál­verk­efn­um á Íslandi síðustu tvo ára­tug­ina. Hann seg­ir að lægð sé í álfram­kvæmd­um á Vest­ur­lönd­um um þess­ar mund­ir. „Við erum lík­lega búin að vinna um þrjár millj­ón­ir tíma í ál­ver­um við verk­fræðistörf.“

Sjá einnig