Uppbygging kolefnismóttöku- og förgunarstöðvar í Straumsvík
Rio Tinto á Íslandi, Carbfix, Coda Terminal, Hafnarfjarðarbær hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu kolefnismóttöku- og förgunarstöðvar í Straumsvík.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, sagði við það tilefni að góður árangur hefði náðst á undanförnum árum við að draga úr losun frá ISAL og kolefnisfótspor fyrirtækisins væri nú þegar með því lægsta sem þekkist í áliðnaði.
„Ef metnaðarfull markmið okkar um kolefnishlutleysi 2040 eiga að nást þarf hins vegar að stíga afgerandi skref. Föngun og förgun CO2 með Carbfix tækninni í Coda Terminal er einn slíkur möguleiki og þess vegna skrifaði Rio Tinto undir samstarfsyfirlýsingu við Carbfix í fyrra. Tilraunir eru þegar hafnar við föngun á CO2 frá starfseminni og stefnum við ótrauð á að verða fyrsta álverið í heiminum sem nær að fanga og farga varanlega hluta af kolefnislosun sinni.”
Ál framleitt á Íslandi er flutt til fjölmargra landa, einkum í Evrópu. Það er til margra hluta nytsamlegt; íslenskt ál er notað í bifreiðar, til að mynda Audi og Mercedes Benz, felgur, álpappír, lyfjaumbúðir og húsaklæðningar – svo fátt eitt sé nefnt. Hér á landi eru fullunnir álvírar fyrir háspennustrengi. Þá er álið framleitt á Grundartanga sem Málmsteypan á Hellu notar í sína framleiðslu, svo sem rómaðar pönnukökupönnur og fjölbreyttar afurðir fyrir sjávarútveg, orkuiðnað og ferðaþjónustu.
Raforka á Íslandi er auðlind.
Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun.
Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi.