Uppbygging kolefnismóttöku- og förgunarstöðvar í Straumsvík
Rio Tinto á Íslandi, Carbfix, Coda Terminal, Hafnarfjarðarbær hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu kolefnismóttöku- og förgunarstöðvar í Straumsvík.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, sagði við það tilefni að góður árangur hefði náðst á undanförnum árum við að draga úr losun frá ISAL og kolefnisfótspor fyrirtækisins væri nú þegar með því lægsta sem þekkist í áliðnaði.
„Ef metnaðarfull markmið okkar um kolefnishlutleysi 2040 eiga að nást þarf hins vegar að stíga afgerandi skref. Föngun og förgun CO2 með Carbfix tækninni í Coda Terminal er einn slíkur möguleiki og þess vegna skrifaði Rio Tinto undir samstarfsyfirlýsingu við Carbfix í fyrra. Tilraunir eru þegar hafnar við föngun á CO2 frá starfseminni og stefnum við ótrauð á að verða fyrsta álverið í heiminum sem nær að fanga og farga varanlega hluta af kolefnislosun sinni.”
Raforka á Íslandi er auðlind.
Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun.
Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi.
„Orkufrekur iðnaður er ein þeirra leiða sem við Íslendingar höfum farið til skapa erlendar tekjur og atvinnu. Á síðustu öld brutumst við úr mikilli fátækt til hagsældar á grunni vaxandi útflutnings. Tekjur af fiskveiðum komu okkur áleiðis en síðan kom vaxandi orkuframleiðsla og ferðaþjónusta. Þessir þrír hornsteinar erlendra tekna skila hver um sig fjórðungi alls gjaldeyris Íslendinga“. – Sigurður S. Arnalds