- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Þrjátíu og tveir nemendur brautskráðust frá Stóriðjuskóla Norðuráls í maí, fjórtán úr grunnnámi og átján úr framhaldsnámi. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og hafa 164 nemendur útskrifast frá honum á þessum tíma. Hér má lesa frétt Skessuhorns.
„Tilgangur námsins er að auka kunnáttu og öryggi starfsfólks, efla starfsánægju, auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Einnig má líta á Stóriðjuskólinn sem framlag Norðuráls gagnvart ákalli um aukna menntun á sviði iðnaðar hér á landi, jafnframt því sem markmið skólans falla að áherslum á þekkingu, tækniþróun og umhverfi nýsköpunar,“ segir í tilkynningu frá Norðuráli.
Hópurinn nú í vor er sjá sjötti sem brautskráist frá Stóriðjuskólanum. Um 80% þeirra sem hafa lokið námi eru í starfi hjá Norðuráli en aðrir hafa kosið að afla sér enn frekari menntunar. Norðurál er í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölbrautaskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni.