Vanda­mál en líka tæki­færi framund­an

Þrátt fyr­ir að árið 2014 og þetta ár muni mikið taka mið af kjara­samn­ing­um og af­námi fjár­magns­hafta, þá er einnig mikið annað sem hef­ur gerst og þarf að huga að á þessu ári. Þannig er t.d. mik­il­vægt að horfa til fjár­fest­ing­ar til framtíðar í nýj­um fyr­ir­tækj­um og byggja und­ir út­flutn­ings­geir­ann. Þetta virðist sam­hljóma álit þeirra aðila inn­an fram­leiðslu- og tækni­geir­ans sem Mbl.is ræddi við í kjöl­far ára­mót­anna.

Á meðal viðmælenda er Pét­ur Blön­dal, fram­kvæmda­stjóri Sa­mál, sem seg­ir að síðasta ár hafi verið bæði já­kvætt og nei­kvætt fyr­ir áliðnaðinn. Þannig hafi Alcoa Fjarðaál þurft að draga úr fram­leiðslu annað árið í röð vegna orku­skerðing­ar og nam fram­leiðslutapið 9 þúsund tonn­um. Rio Tinto Alcan sé á sama tíma langt komið með lang­sam­lega stærstu fjár­fest­ingu á Íslandi frá hruni, upp á 60 millj­arða, vegna straum­hækk­un­ar á ál­verið. Norðurál hafi á sama tíma hafið vinnu við fjár­fest­inga­verk­efni upp á ann­an tug millj­arða til að auka fram­leiðni.

Hér má lesa fréttaskýringuna í heild sinni á Mbl.is.

Sjá einnig