- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Þrátt fyrir að árið 2014 og þetta ár muni mikið taka mið af kjarasamningum og afnámi fjármagnshafta, þá er einnig mikið annað sem hefur gerst og þarf að huga að á þessu ári. Þannig er t.d. mikilvægt að horfa til fjárfestingar til framtíðar í nýjum fyrirtækjum og byggja undir útflutningsgeirann. Þetta virðist samhljóma álit þeirra aðila innan framleiðslu- og tæknigeirans sem Mbl.is ræddi við í kjölfar áramótanna.
Á meðal viðmælenda er Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samál, sem segir að síðasta ár hafi verið bæði jákvætt og neikvætt fyrir áliðnaðinn. Þannig hafi Alcoa Fjarðaál þurft að draga úr framleiðslu annað árið í röð vegna orkuskerðingar og nam framleiðslutapið 9 þúsund tonnum. Rio Tinto Alcan sé á sama tíma langt komið með langsamlega stærstu fjárfestingu á Íslandi frá hruni, upp á 60 milljarða, vegna straumhækkunar á álverið. Norðurál hafi á sama tíma hafið vinnu við fjárfestingaverkefni upp á annan tug milljarða til að auka framleiðni.