Vaxandi markaður í farartækjum

Nú hefur álrisinn Norsk Hydro ASA tilkynnt að hann muni fjárfesta í nýrri framleiðslulínu í Grevenbroich Þýskalandi. Árleg framleiðsla álversins á álplötum í bílaframleiðslu mun aukast í 200 þúsund tonn. 

Nýja framleiðslulínan kostar um 130 milljón evrur eða rúma 20 milljarða króna og verður að veruleika seinni hluta árs 2016. „Í þeirri viðleitni að létta farartæki og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá leita bílaframleiðendur nýrra leiða til að framleiða úr áli. Þess vegna erum við að auka framleiðslu á álplötum sem eru listasmíði,“ segir Oliver Bell viðtali Aluplanet.com, en hann er yfir álplötuframleiðslu Hydro.  
 
„Þetta er veruleg fjárfesting og með henni horfum við til vaxandi markaðar í farartækjum um leið og við breikkum vöruúrvalið.“
 
Hér má lesa frétt Aluplanet.com
Sjá einnig