- Samál Samtök álframleiðenda
- Borgartúni 35
- IS-105 Reykjavík
- Iceland
- Framkvæmdastjóri, Guðríður Eldey Arnardóttir er með síma 8200766
- samal@samal.is
Frá árinu 1969, þegar framleiðsla áls hófst á Íslandi, hefur hlutur áls í vöruútflutningi margfaldast en hlutur sjávarútvegs nær helmingast.
Vægi iðnaðar af vöruútflutningi hefur farið úr um 20% árið 1990 í yfir 40% frá árinu 2010. Áliðnaður gegnir þar lykilhlutverki. Aukið vægi útflutnings á áli hefur dregið úr sveiflum og styrkt og breikkað grundvöll efnahagslífsins. Eins og fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2009:
„Í þessari skýrslu er reynt að skoða þessi mál enn á ný og sérstaklega er horft til áhrifa þess að orkufyrirtækin notast í æ ríkari mæli við áhættuvarnir hvað varðar álverð. Slík skoðun leiðir í ljós að sveiflujafnandi áhrif á útflutningsverðmæti sökum aukinnar álframleiðslu eru mun meiri en áður var talið.“
Ennfremur segir í skýrslunni:
„Áratuga reynsla Íslendinga af einhæfum útflutningi sjávarafurða með tilheyrandi sveiflum, bæði vegna aflabrests heima og verðsveiflna á erlendum mörkuðum, undirstrikar mikilvægi þess að búa við stöðugt gengi. Almennt gildir sú regla að því fjölbreyttari sem útflutningur er því minni verða ófyrirséðar sveiflur á verðmæti hans.”