Spurt og svarað um áliðnaðinn
Nær allir nota ál í sínu daglega lífi og oft án þess að gera sér grein fyrir því. Þannig er hlutur úr áli eða álblöndu oftast í seilingarfjarlægð.
Álið er notað í bíla, flugvélar, gleraugu, tölvur og síma; flestir eiga álpappír í eldhússkápnum að ógleymdri íslensku pönnukökupönnunni.
Álverin á Íslandi framleiða ál og álblöndur sem fluttar eru út um allan heim, skapa gjaldeyristekjur, leggja grunn að afkomu hjá hundruðum fyrirtækja og búa til fjölmörg störf. Þess vegna er áliðnaðurinn ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs.
Hvergi í heiminum er framleitt ál með lægra kolefnisspori en á Íslandi. Þar vegur þyngst endurnýjanlega raforkan, en einnig nákvæmir framleiðsluferlar íslensku álveranna. Þess vegna er álframleiðsla á Íslandi mikilvægt framlag Íslendinga til loftslagsmála.