01. desember 2015
Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti
Eftir árangurlausan fund í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík er útlit fyrir að verkfall hefjist á miðnætti í kvöld. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess,“ segir Ólafur Teitur Guðnason í samtali við Vísi.is.