Um síðustu aldamót voru stofnuð klasasamtök í Saguenay sem kallast Áldalurinn og er meginmarkmiðið að efla virðisaukandi starfsemi sem nýtir ál í dalnum og ýtir undir vöxt fyrirtækja á svæðinu með stuðningi við nýsköpun og þróun. Pétur Blöndal ber saman álklasana á Íslandi og í Saguenay í Kanada.
Eftirspurn mun vaxa um 6% á ári þar til áratugnum lýkur, samkvæmt greiningu Citi-bankans. Eftirspurnin verður knúin áfram af því að bílaframleiðendur nota ál í auknum mæli.
„Sú fullyrðing að álver mengi „hlutfallslega meira“ en kísilmálmverksmiðjur er úr lausu lofti gripin og gengur þvert gegn tölunum í fréttinni sjálfri,“ segir í grein Ólafs Teits Guðnasonar í Morgunblaðinu.
„Það er óviðunandi að þingmaður haldi því fram opinberlega að fyrirtæki sem virðir í einu og öllu gerðan samning stundi bókhaldsbrellur og að stjórnendur þess séu siðlausir.“ Þannig hefst grein Magnúsar Þór Ásmundssonar forstjóra Alcoa Fjarðaáls í Morgunblaðinu í tilefni af viðtali í Kastljósinu.
Nú er svo komið að það er nær ómögulegt að ímynda sér tilveruna án áls. Við komumst stöðugt í snertingu við það með fjölbreyttum hætti á degi hverjum, svo sem í samgöngum, byggingum og tækjum af öllum toga. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls rekur sögu áls frá því málmurinn var fundinn upp og allt til okkar daga í aðsendri grein í Morgunblaðinu.
Umframeftirspurn er í heiminum utan Kína, enda hefur dregið verulega úr framleiðslu á þeim markaði, og um leið hefur verið að færast þróttur í efnahagslífið í Evrópu og Bandaríkjunum. Útlit er fyrir verulegan vöxt á næstu árum á helstu mörkuðum fyrir ál, svo sem í bílaframleiðslu og byggingaiðnaði. Pétur Blöndal fjallar um verðþróun á áli í aðsendri grein í Morgunblaðinu.
Efst á borðinu er að fylgja eftir viljayfirlýsingu um stofnun rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum. Dregin er upp svipmynd af Pétri Blöndal framkvæmdastjóra Samáls í Markaðnum, viðskiptaútgáfu Fréttablaðsins.
Eftirspurn á heimsvísu hefur aldrei verið meiri, yfir 50 milljónir tonna af frumframleiddu áli, auk um 30 milljóna tonna af endurunnu áli. Pétur Blöndal ræðir um tækifærin á Íslandi í álframleiðslu og samdrátt í Evrópu í aðsendri grein í Morgunblaðinu.
„Það er siðferðislega rétt að ráða fjölbreytt starfsfólk en það er líka bara fjári góð viðskipta ákvörðun,“ segir Gena Lovett, jafnréttisstýra hjá höfuðstöðvum Alcoa í New York, í greinargóðu viðtali á Mbl.is.
Rio Tinto Alcan hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála, en það er í fyrsta skipti sem þau eru veitt. Viðskiptablaðið tók Rannveigu Rist tali af því tilefni.
„Hversu þungt vegur ál?“ er yfirskrift ársfundar Samáls í Hörpu að morgni þriðjudags 20. maí. Á fundinum verður fjallað um horfur í áliðnaðinum og verðmætasköpun fyrir samfélagið allt.
Nýkominn er til landsins nýjasta gerð C-Class bílsins frá Mercedes Benz. Eins og með svo marga nýja bíla í dag er mikið af áli notað við smíði hans og svo skemmtilega vill til að hluti þess er framleiddur á Íslandi.
Undanfarið hefur verið unnið að stofnun samstarfsvettvangs um álklasa hér á landi. Er fyrirmyndin meðal annars sótt til Kanada þar sem klasastarf hefur skilað fyrirtækjum í áliðnaðinum miklum virðisauka. Óhætt er að segja að það hafi markað tímamót þegar fulltrúar um 40 fyrirtækja og stofnana komu saman í Borgarnesi á tveggja daga fundi í byrjun apríl til að móta stefnu og framtíðarsýn álklasans á Íslandi. Pétur Blöndal fjallar um álklasann í aðsendri grein í Morgunblaðinu.
Norsk Hydro fjárfestir 20 milljarða í álplötuframleiðslu í Grevenbroich. Bílaframleiðendur leita nýrra leiða til að létta bíla með áli og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Norðurál stærsti atvinnurekandi á Vesturlandi. Ragnar Guðmundsson forstjóri segir árangur fyrirtækisins í umhverfis- og öryggismálum á heimsmælikvarða.
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri samtaka álframleiðenda, Samáls, segir að greiningaraðilar spái því flestir að álverð á heimsmarkaði muni fara heldur hækkandi á þessu ári og næstu árum. Rætt er við hann í fréttaskýringu Kristjáns Jónssonar í Morgunblaðinu.
Pétur Blöndal hóf störf hjá Samáli í sumar en Pétur hefur verið einn þekktasti blaðamaður landsins og starfaði lengi á Morgunblaðinu. Í viðtali í Viðskiptablaðinu er hann gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í skattamálum og segir umræðu um arðsemi Landsvirkjunar hafa verið villandi.
Hönnunarráðstefnan Al+ um tækifæri í hönnun og áliðnaði var vel sótt, en þar var því velt upp hvaða möguleikar fælust í frekari framleiðslu á áli hér á landi fyrir íslensk fyrirtæki og hvernig nýta mætti íslenska álframleiðslu sem drifkraft til nýsköpunar.
„Ég kem inní þetta starf sem útivistarmaður og náttúruunnandi. Ég efast ekki um að meðal þeirra 5000 manna sem hafa lífsviðurværi sitt beint og óbeint af álframleiðslu séu margir nátturuunnendur." Pétur Blöndal nýráðinn framkvæmdastjóri Samáls er í viðtali hjá Fjarðaálsfréttum, sem gefnar eru út af Alcoa, og segist talsmaður þess að ganga varlega um náttúruna og nýta hana skynsamlega.
Stóriðjan er ein þriggja meginstoða í öflun gjaldeyris, sem er okkur lífsnauðsyn. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, birtir grein í Morgunblaðinu í dag.
Í dag hefur á vefsíðum flogið hátt bréf Guðbjartar Gylfadóttur, íslensks starfsmanns Bloomberg í New York, til Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra. Við snögga yfirferð er hægt að benda á eftirfarandi villur og rangfærslur.
Það er fjarri öllu sanni að álfyrirtækin nýti sér skattalöggjöfina með óeðlilegum hætti og afar leitt að Ríkisútvarpið skuli ýja að slíku í umfjöllun sinni.
Álverið í Straumsvík mun að sinni stefna að því að auka framleiðslugetu úr 190 þúsund tonnum á ári í u.þ.b. 205 þúsund tonn, eða um 8% í stað 20% eins og upphaflega var stefnt að með fjárfestingarverkefni því sem nú stendur yfir.
Kröfur til Norðuráls einhverjar þær ströngustu í heiminum. Rannsóknur eru gerðar af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðilum.
Árið 2012 greiddi áliðnaðurinn rúmlega 60 þúsund reikninga fyrir innlendar vörur og þjónustu, samtals að upphæð 40 milljarða króna, fyrir utan raforkukaup. Yfir 700 innlend fyrirtæki nutu góðs af þessu. Innlend útgjöld áliðnaðar námu samtals rúmlega 100 milljörðum króna, eða sem samsvarar 275 milljónum króna á degi hverjum. Þetta er meðal þess sem finna má í upplýsingablaði sem gefið var út í tengslum við ársfund Samáls árið 2013.
Á ársfundi Samáls gerðir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi og formaður Samáls, áhrif framkvæmda við Kárahnjúka og Fjarðaál á íslenskt efnahagslíf á árunum 2004 til 2007 að umtalsefni.
Innlend útgjöld áliðnaðar hafa aldrei verið meiri en á síðasta ári er þau námu liðlega 100 milljörðum króna. Þetta kom fram í máli Magnúsar Þórs Ásmundssonar, formanns Samáls, á ársfundi samtakanna sem nú fer fram á Grand Hótel.
Tæplega 61% landsmanna eru jákvæðir gagnvart íslenskum áliðnaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök álframleiðenda á Íslandi.
Tæplega 61% landsmanna eru jákvæðir gagnvart íslenskum áliðnaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök álframleiðenda á Íslandi. Þetta er nokkur aukning frá síðustu könnun, er tæp 56% aðspurðra sögðust jákvæð gagnvart áliðnaði á Íslandi.
Í kjölfar þess að forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Janne Sigurðsson, hlaut nýlega bandarísku Stevie-gullverðlaunin, sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, hefur Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sent Janne heillaóskir.
Engin merki eru um flúoreitrun í beinum grasbíta í Reyðarfirði þrátt fyrir hækkun á flúorgildi í grasi sl. sumar, sem kom til vegna bilunar í mengunarvarnarbúnaði Fjarðaáls. Þetta sýna niðurstöður rannsókna dýralækna á beinsýnum.