12. september 2014
Góðar horfur á álmarkaði
Það þekkja Íslendingar vel að það verða sveiflur í öllum iðngreinum. Í áliðnaðinum er gengið út frá því, enda er þar ekki hugsað til mánaða eða ára, heldur áratuga. Stofnfjárfestingin er há og það tekur langan tíma að greiða þá fjárfestingu niður. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls, á Mbl.is.