Hönnun og endurvinnsla í forgrunni á ársfundi Samáls

26 sprittkerti duga í álið í iPhone

Með endurvinnsluátaki áls í sprittkertum er verið að vekja athygli á þeim straumi áls í smærri hlutum sem liggur um heimilin og raunar fyrirtækin líka, að sögn Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls, sem er í viðtali í Morgunblaðinu um endurvinnslu um jól og áramót.

Starfsfólki á grænum bílum fjölgar

Norðurál hefur á þriðja tug rafknúinna farartækja í sinni þjónustu sem flytja starfsfólk og vörur á athafnasvæði álversins og nú hafa verið sett upp sérstök græn bílastæði með raftenglum á álverslóðinni þar sem starfsfólki gefst kostur á að hlaða rafbíla sína.

Álver Alcoa vill breyta menningunni og reyna að ná jöfnu kynjahlutfalli starfsmanna

Álver Alcoa fjarðaráls á Reyðarfirði vill breyta menningunni á vinnustaðnum þannig að hann verði ekki karllægur og fleiri konur sækist eftir störfum þar. Fjórðungur af tæplega 500 starfsmönnum eru konur, markmiðið er að kynjahlutfallið verði jafnt. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Spurt & svarað um endurvinnsluátak sprittkerta

Hér er ýmsum spurningum svarað um endurvinnsluátak sprittkerta, en almenningi gefst kostur á að skila sprittkertum inn til hátt í 90 endurvinnslu- og móttökustöðva um allt land og einnig í endurvinnslutunnuna frá Gámaþjónustunni og grænu tunnuna frá Íslenska gámafélaginu.

Fleiri stoðir atvinnulífs

Uppbygging raforkukerfis leiddi til þróttmeira og fjölbreyttara atvinnulífs sem er forsenda aukinnar samkeppnishæfni. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls skrifar í Viðskiptablaðið.

Gefum jólaljósum lengra líf

Endurvinnsluátakinu „Gefum jólaljósum lengra líf – endurvinnum álið í sprittkertunum“ hefur verið ýtt úr vör.

Mikill ávinningur í endurvinnslu áls

Notagildi áls í okkar daglegu tilveru og mikilvægi endurvinnslu áls. Það er á meðal þess sem ber á góma í viðtali við Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls í Sámi frænda, fréttablaði um málefni landsbyggðarinnar, sem dreift er um land allt.

Mikill ávinningur í endurvinnslu áls

Notagildi áls í okkar daglegu tilveru og mikilvægi endurvinnslu áls. Það er á meðal þess sem ber á góma í viðtali við Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls í Sámi frænda, fréttablaði um málefni landsbyggðarinnar, sem dreift er um land allt.

Eftirspurn áls eykst og verð hækkar samkvæmt þjóðhagsspá

Í nýrri þjóðhagsspá segir að ástæða umframeftirspurnar áls utan Kína sé að ál sé í auknum mæli notað í framleiðslu bifreiða. Með því er komið til móts við kröfur stjórnvalda og almennings víða um heim um léttingu bílaflotans og minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Menntun og þjálfun starfsmanna í menntafyrirtæki ársins 2017

Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri, ræða menntun og þjálfun starfsmanna og hverju það skilar á morgunfundi í Húsi atvinnulífsins 7. nóvember.

Alcoa í fararbroddi sjálfbærnivísitölu Dow Jones

Alcoa tilkynnti í lok september að fyrirtækið hefði verið valið á sjálfbærnilista Dow Jones. Þar er m.a. litið til frammistöðu í umhverfismálum, stjórnarhátta, áhættu- og áfallastjórnunar, stefnumörkunar í loftslagsmálum, mannauðsmála og þjóðfélagslegra áhrifa.

Fullt hús á „heilavænlegri“ mannauðsráðstefnu Fjarðaáls

Fullt hús er á ráðstefnu Fjarðaáls í Valaskjálfi sem ber yfirskriftina Mannauðsstjórnun Okkar á milli og þakkar Fjarðaál almenningi þann mikla áhuga sem ráðstefnunni hefur verið sýndur. Hér má fræðast um metnaðarfulla dagskrá ráðstefnunnar sem haldin er í tilefni 10 ára afmælis Fjarðaáls.

Fjárfest í nýjum súrálskrana í álverinu í Straumsvík

Álverið í Straumsvík hefur fest kaup á súrálskrana sem kominn verður í gagnið í lok árs 2018. Nýi súrálskraninn hefur meiri afkastagetu, eru hljóðlátari og mengar minna. Verðmætið er ríflega milljarður króna. Fjallað er um málið á Vb.is.

Unnu 70 þúsund stundir við tilraunaálver Norsk Hydro

Verk­fræðistof­an HRV, sem sér­hæf­ir sig í verk­efn­um í áliðnaði, er um þess­ar mund­ir að ljúka þriggja ára EPCM-verk­efni sem felst í þróun lausna vegna hönn­un­ar skautsmiðju og baðefna­vinnslu nýrr­ar til­rauna­verk­smiðju Norsk Hydro í Karmøy í Nor­egi. Morgunblaðið fjallar um málið.

Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta mikla innspýtingu fyrir efnahagslífið og afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn hérlendis og íslensku orkufyrirtækin. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.

Hamskipti Odee sem fagnar nýrri seríu állistaverka

Listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig, er löngu orðinn þekktur fyrir állistaverk sín. Í DV er fjallað um hamskipti í lífi hans á tæpu ári, en hann hefur náð af sér 50 kílóum, er sestur á skólabekk aftur og fagnar nýrri seríu af listaverkum.

HRV vinnur að nýju álveri Hydro í Noregi

Hydro hefur hleypt af stokkunum nýju álveri í Karmøy í Noregi. Minni orku þarf við framleiðsluna en í öðrum álverum. Víðast hvar í heiminum losar orkuvinnslan mest við álframleiðslu og er þetta því byltingarkennd tækni. HRV, sem er í eigu Verkís og Mannvits, var með í verkefninu frá upphafi.

Álframleiðsla fyrir austan frá 2007

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði fagnar tíu ára afmæli sínu í dag en álverið hóf rekstur árið 2007. Í tilefni dagsins verður vegleg hátíðardagskrá, meðal annars með tónleikum, skoðunarferð um álverið og sýningaropnunum. Í Morgunblaðinu er fjallað um afmælið.

Alcoa Fjarðaál vottað samkvæmt jafnlaunastaðli

Fjarðaál er fyrsta stórfyrirtækið sem hlýtur vottun á jafnlaunastaðli velferðarráðuneytisins. Í lögunum er skýrt kveðið á um að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu þau njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Málmurinn sem á ótal líf Ársfundur Samáls 2017

„Málmurinn sem á ótal líf“ var yfirskrift ársfundar Samáls 2017 sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu að morgni 11. maí. Hér má lesa umfjöllun um fundinn og horfa á samantekt og einstakar ræður sem haldnar voru á ársfundinum.

Horfur betri fyrir þetta ár

„Í raun er ótrúlegt hugsa til þess hversu stórt efnahagslegt spor álfyrirtækjana er,“ sagði Rannveig Rist stjórnarformaður Samáls í ræðu á vel sóttum ársfundi Samáls í morgun.

Sýningin Element á Hönnunarmars í álverinu í Straumsvík

Álverið í Straumsvík heldur Hönnunarmars hátíðlegan og býður til sýningar í höfuðstöðvum sínum í samstarfi við Samál, málmsteypuna Hellu og fleiri aðila. Sýningarstjórn er í höndum Eyjolfsson.

Ekki hættir við álver í Helguvík

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa fullan hug á að kanna hvort ekki sé hægt að afla nægilegrar orku fyrir álver.

Álverð hækkar og eftirspurn eykst

Heilbrigðan vöxt í eftirspurn eftir áli má rekja til álbyltingar í bílaframleiðslu, en ál léttir bílana, minnkar eldsneytisnotkun og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls var í viðtali í Morgunblaðinu.

Century færir niður kostnað við Helguvík

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við uppbyggingu álvers í Helguvík, að sögn Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að framhaldið ráðist af möguleikum á orkuöflun á samkeppnishæfu verði í framtíðinni.

Vel heppnað Nýsköpunarmót Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans var haldið í dag fyrir fullum hátíðarsal í Háskóla Íslands. Flutt voru erindi og örkynningar um rannsóknir og nýsköpun í Álklasanum, hugmyndagátt var hleypt af stokkunum og afhjúpuð álgrind í fyrsta raðframleidda íslenska bílnum.

Nýsköpunarmót Álklasans á fimmtudag í Háskóla Íslands

Margt fróðlegra erinda verður flutt á Nýsköpunarmóti Álklasans í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 23. febrúar. Þá verða örkynningar um rannsóknar- og nýsköpunarverkefni. Hleypt verður af stokkunum hugmyndagátt og afhjúpað íslenskt farartæki.

Alcoa Fjarðaál valið menntafyrirtæki ársins

Alcoa Fjarðaál var valið menntafyrirtæki ársins 2017. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls tók við menntaverðlaunum atvinnulífsins frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.

Færðum okkur yfir í virðismeiri vörur

Norðurál hefur verið að færa sig yfir í virðismeiri vörur og afurðir, m.a. álblöndur fyrir bílaiðnaðinn. Þetta kemur fram í viðtali við Ragnar Guðmundsson forstjóra Norðuráls í Viðskiptablaðinu í tilefni af því að Norðurál varð í 9. sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2016.

Skipulegt umbótastarf í umhverfismálum skilar árangri

Lean and Green er yfirskrift ráðstefnu Samtaka iðnaðarins og Manino um umhverfismál sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 23. janúar kl. 8.30-12.30 í stofum M215 og M216. Á meðal fyrirlesara verður Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls.

Af kolum og vatnsafli, Íslandi og Kína

Það er mikilvægt fordæmi, að ríki Evrópu og þar með talið Ísland hafi tekið frumkvæði í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að koma á samevrópsku kvótakerfi losunarheimilda fyrir atvinnulífið. Pétur Blöndal skrifar pistil á Mbl.is.

Árið sem kolefnislágt ál fékk samkeppnisforskot

Eitt af því sem stendur upp úr á árinu er krafa stjórnvalda og almennings, einkum á Vesturlöndum, um kolefnislágar afurðir. Þar er sóknarfæri fyrir íslenskan orkuiðnað. Þannig hefst grein sem Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls skrifar í Áramót, tímarit sem gefið er út af Viðskiptablaðinu.

Munur á mengun og losun og í hvaða tilgangi kol eru notuð

Ágústa Ólafsdóttir verkefnastjóri eldsneytis og vistvænnar orku hjá Orkustofnun skýrði muninn á mengun og losun í viðtali á Bylgjunni. Þá ræddi hún m.a. um mismunandi notkun kola, þ.e. orkunotkun og notkun í efnafræðilegu ferli í framleiðslu.

Samtakamáttur þjóða í loftslagsmálum

Fyrir árið 2020 er lagt upp með að losun gróðurhúsalofttegunda frá atvinnugreinum sem heyra undir ETS viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir verði 21% minni en árið 2005 og fyrir árið 2030 er gert ráð fyrir að hún verði 43% minni. Þetta kemur í pistli Péturs Blöndals í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Stærsti vandinn

Ríki Evrópu hafa tekið frumkvæði í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að koma á samevrópsku kvótakerfi og undir það heyra iðnaður, flug og orkuver, sem bera ábyrgð á um helmingi allrar losunar í Evrópu. Kerfið er þegar farið að virka, skrifar Pétur Blöndal í pistli í Viðskiptablaðinu.

Alcoa kynnir SUSTANA álvörur: framleiddar með lágmarks kolefnalosun og úr endurunnu efni

Nýja framleiðslulínan felst í tveimur vöruflokkum, ECOLUM™ og ECODURA™ og er vel til þess fallin að mæta kröfum viðskiptavina um vörur úr áli sem falla að sjálfbærnisjónarmiðum. Framleiðslulínan byggir á langtíma stefnu Alcoa um sjálfbæra þróun.

Er Grýla útlensk?

Pétur Blöndal framkvæmdatjóri Samáls skrifar grein í Norðurljós, blað Norðuráls, um fólk sem gerir grýlu úr fyrirtækjum með erlent eignarhald. Slíkur hugsunarháttur gengur þvert á þróunina í heiminum, sem verður stöðugt opnari með þróaðri samskiptaleiðum.

Úrskurðað í máli HS orku og Norðuráls

HS orku ber ekki að standa við ákvæði raforkusamnings við Norðurál vegna álvers í Helguvík, samkvæmt úrskurði Alþjóðlegs gerðardóms. Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls segir niðurstöðuna vonbrigði, en að kannað verði „hvort mögulegt sé að afla orku til verkefnisins í Helguvík eftir öðrum leiðum“.

Álumbúðir minnka kolefnisfótspor

„Við erum búin að taka ákvörðun um það sem samfélag að búa til ál,“ segir Garðar Eyjólfsson LHÍ í viðtali á RÚV. Hann leggur til að farið verði í rannsóknir til að tengja ál inn í kerfin í samfélaginu og því fundið aðrar birtingarmyndir og form. Bryndís Skúladóttir SI segir álumbúðir minnka kolefnisfótspor.

Norðurál á meðal hæstu skattgreiðenda

Norðurál er á meðal hæstu skattgreiðenda landsins samkvæmt álagningu Ríkisskattstjóra með yfir 2 milljarða, en inni í þeirri tölu eru ekki gjöld til sveitarfélaga, s.s. hafnargjöld eða fasteignagjöld. Einungis sjö fyrirtæki greiða hærri skatta og eitt sveitarfélag, þ.e. Reykjavíkurborg.

Íslensk umhverfismál í alþjóðlegu samhengi

Í grein Guðrúnar Sævarsdóttur forseta tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík kemur fram að álframleiðsla á Íslandi spari heimsbyggðinni losun upp á 11,6 milljónir tonna af koltvísýringi ár hvert og sé sennilega jákvæðasta framlag Íslands til loftslagsmála í dag.

Stofnsetning Alcoa Corporation sem sjálfstæðs forystufyrirtækis á sviði báxít-, súráls- og álafurða

Rekstur Alcoa Corporation nær yfir alla álvirðiskeðjuna. Eignasafnið er í stakk búið til að færa sér eftirspurn eftir áli um allan heim í nyt og viðhalda samkeppnisstöðu sinni við sveiflur á mörkuðum. Viðskipti eru hafin í Kauphöllinni í New York (NYSE) undir heitinu „AA“.

Eru álver öruggir vinnustaðir?

Öryggismál eru forgangsatriði hjá álverum og endurspeglast sú staðreynd í öllu starfi þeirra. Allt kapp er lagt á að það séu slysa- og tjónalausir vinnustaðir. Stóriðjufyrirtækin hafa af mörgum verið talin í fararbroddi á sviði öryggismála á íslenskum vinnumarkaði og hafa innleitt vinnubrögð sem hafa verið mörgum öðrum til eftirbreytni. Fyrir utan almenn öryggismál á vinnusvæðum er mikið lagt upp úr öflugum forvörnum og fræðslu.

Er vinna í álverum fyrir konur?

Öll störf í álverum henta bæði körlum og konum. Hlutfall kvenna í álverum á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum og þau hafa öll skýra jafnréttisstefnu. Bæði kynin eiga jafna möguleika til starfsframa og er stuðlað að launajafnrétti, enda varðar jafnrétti veginn að aukinni hagsæld. Árið 2014 fékk Rio Tinto Alcan á Íslandi Hvatningarverðlaun jafnréttismála þegar þau voru veitt í fyrsta skipti.

Hvað er álklasi?

Undanfarin ár og áratugi hefur byggst upp öflugur klasi með hundruðum fyrirtækja og stofnana sem tengjast áliðnaðinum á Íslandi. Álklasinn var stofnaður formlega í júní 2015 og standa að því klasaframtaki á fjórða tug fyrirtækja og stofnana. Á meðal stofnenda eru verkfræðistofur, vélsmiðjur, tæknifyrirtæki, málmsteypur, skipafélög, verktakafyrirtæki, fjármálastofnanir, rannsókna- og menntastofnanir, auk allra álvera á Íslandi.

Eru ferðamennska og áliðnaður ekki andstæður?

Bent hefur verið á að ferðamannaiðnaðurinn hefur þrefaldast frá 2003, þegar framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hófust. Víða um heim er jákvætt viðhorf til orkuuppbyggingar á Íslandi og hafa rannsóknir leitt í ljós að ferðamenn hafa meiri áhuga á Íslandi vegna endurnýjanlegra orkugjafa sem hér eru notaðir. Álver hafa lagt ýmsum verkefnum á sviði ferðamála lið og þau hafa markvisst styrkt grunnþjónustu á landsbyggðinni sem nýtist ferðaþjónustunni.

ESA segir nýjan raforkusamning gerðan á markaðskjörum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að endurnýjun samnings Norðuráls við Landsvirkjun um kaup á raforku feli ekki í sér ríkisaðstoð þar sem hann sé gerður á markaðskjörum.

Er almenningur að greiða niður raforku fyrir áliðnaðinn?

Því hefur verið haldið fram að íslenskur almenningur niðurgreiði raforkuverð til stóriðju. En því er í raun öfugt farið. Tekjur orkufyrirtækja eru um 20% hærri af uppsettu afli til stóriðju en til annarra fyrirtækja og stofnana, þar með talið almennings. Hér er það skýrt í stuttu máli.

Allt um ál og endurvinnslu

Fróðlegt er að horfa á myndband Evrópsku álsamtakanna um áldósir og endurvinnslu þeirra. Þar kemur m.a. fram að 70 dósir þarf til framleiðslu á pönnu, 37 til framleiðslu á dæmigerðri ítalskri espressokönnu og 700 til framleiðslu á reiðhjóli.

Létting bílaflotans skilar fólki lengra með minni losun

Eftir að sögulegt samkomulag náðist um COP21, þá þurfa evrópskir bílaframleiðendur að hafa sig alla við til að standa undir markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með hagkvæmum hætti. Ef notkun áls fer upp í 200 kíló í hverri bifreið, dregur það úr losun CO2 um 16 grömm á km.