12. janúar 2015
Landsvirkjun gefur upp að meðalverð til stóriðju árið 2013 hafi verið 25,8 dollarar á megavattstund. Afar langsótt er að kalla þetta tombóluverð því að þetta sama ár var meira en þriðjungur af öllu áli utan Kína framleitt við lægra rafmagnsverð en 25,8 dollara (nánar tiltekið 34,6% allrar álframleiðslu utan Kína skv. upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CRU). Ísland er því samkeppnishæft hvað varðar orkuverð til álframleiðslu en samt ekki í lægsta þriðjungi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls, á Mbl.is.