30. maí 2023
Ál framleitt á Íslandi er flutt til fjölmargra landa, einkum í Evrópu. Það er til margra hluta nytsamlegt; íslenskt ál er notað í bifreiðar, til að mynda Audi og Mercedes Benz, felgur, álpappír, lyfjaumbúðir og húsaklæðningar – svo fátt eitt sé nefnt. Hér á landi eru fullunnir álvírar fyrir háspennustrengi. Þá er álið framleitt á Grundartanga sem Málmsteypan á Hellu notar í sína framleiðslu, svo sem rómaðar pönnukökupönnur og fjölbreyttar afurðir fyrir sjávarútveg, orkuiðnað og ferðaþjónustu.